Ungur maður var staðinn að landasölu á Hvolsvelli í dag. Lögreglan lagði hald á flöskur með um 15 lítrum af vökva sem talinn er heimagert áfengi.
Pilturinn er átján ára, búsettur í Reykjavík. Hann var handtekinn þegar hann var að fara í hús með söluvöru sína.
Málið er í rannsókn en lögreglan telur að áfengið hafi verið ætlað ungmennum undir tuttugu ára aldri.