Starfsmönnum settar ítarlegar reglur

Starfsemin hófst árið 1992 á Árbót með vistun tveggja unglinga. …
Starfsemin hófst árið 1992 á Árbót með vistun tveggja unglinga. Þar er fléttað saman heimilis- og bústörfum, skólanámi og sálfræðilegri meðferð. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ítarlegar reglur tóku gildi um áramótin um viðbrögð starfsfólks meðferðarheimila á vegum Barnaverndarstofu vegna grunsemda um kynferðislegt ofbeldi.

Einnig voru þær reglur festar í sessi, að starfsmanni er vikið tímabundið frá starfi sé óskað eftir lögreglurannsókn, þ.e. meðan á rannsókn stendur, og leiði rannsókn til ákæru er starfsmanni sagt endanlega upp. Gildir þá einu hvort ákæra leiðir til sakfellingar eður ei.

Á fimmtudag var í Héraðsdómi Norðurlands eystra kveðinn upp dómur yfir 41 árs karlmanni, Jóni Þór Dagbjartssyni, sem starfaði á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu. Jón Þór var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem dvöldu á heimilinu.

Athygli vekur að Jón Þór, sem sakaður var um kynferðisbrot á árinu 2008, fékk að snúa aftur til starfa á Árbót eftir að ríkissaksóknari lét málið niður falla. Ári síðar var rannsókn svo tekin upp aftur þegar hann var að nýju sakaður um kynferðisbrot.

Sjá nánari umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert