Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, er heitið á samtökum sem stofnuð voru í dag í sal Þjóðminjasafnsins. Um 40 til 50 manns sátu fundinn. Formaður Ísafoldar var kjörinn Brynja Björg Halldórsdóttir.
Í tilkynningu kemur fram, að hlutverk félagsins sé að stuðla að opinni og upplýstri umræðu um Evrópusamstarf og sjálfstæða stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Félagið sé opið öllum á aldrinum 16-35 ára.
Þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Unnur Brá Konráðsdóttir og Vigdís Hauksdóttir ávörpuðu fundinn.