Þúsundir í skuldasúpunni

Enn er mótmælt á Austurvelli, nú undir norskum fána.
Enn er mótmælt á Austurvelli, nú undir norskum fána. mbl.is/Kristinn

Áætlað er að 250 til 300 manns hafi sótt tíunda mótmæla- og kröfufund vetrarins. Samtökin nýtt Íslands standa fyrir mótmælunum. 

Forsvarsmenn Nýs Íslands fóru snemma af stað í morgun til að vekja bankastjóra og forstjóra bílalánafyrirtækja. Kröfufundurinn var síðan haldinn á Austurvelli kl. 15.

Fram kemur í tilkynningu samtakanna að sama og ekkert hafi verið í boði fyrir skuldsett heimili en fjármálastofnanir og ríkisstjórn komið fjármagnseigendum til bjargar. Eftir sitji þúsundir heimila í skuldasúpunni.

„Það er kominn tími til að stjórnvöld bregðist við kröfum fólksins í landinu um réttlátar og sanngjarnar leiðréttingar, bremsu á frekara tjón og tímasetta áætlun um afnám verðtryggingar hið allra fyrsta,“ segir í yfirlýsingu samtakanna Nýs Íslands vegna fundarins í dag.

250 til 300 manns voru á Austurvelli í dag.
250 til 300 manns voru á Austurvelli í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert