Hátt í þrír tugir bíla og vagna sem smíðaðir hafa verið hér á landi eru sýndir í dag í Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Bílasmiðirnir eru á staðnum og svara spurningum.
Hundruð bíla og vagna sem smíðaðir hafa verið hér á landi eru nú í notkun. Þessi hljóðláti íslenski iðnaður er kynntur í fyrsta skipti, svo vitað sé, á sýningunni í Toppstöðinni. Sýningin stendur til klukkan 17.
Þarna eru jeppar, sportbílar, hópferðabílar og flutningabílar, svo nokkuð sé nefnt. Einnig rafbílar.
Á hálftíma fresti er kynning á því hvað íslenskir bílahönnuðir og bílasmiðir eru að gera.