Hlýtt var í morgun á suðvesturhorninu og mælist hiti nú m.a. yfir 8 stig á Kjalarnesi. Hins vegar er kalt á Norðurlandi og mældist nærri 10 stiga frost í Fnjóskadal á sjöunda tímanum.
Veðurstofan spáir austan 10-15 metrum á sekúndu við suðurströndina, annars mun hægari vindi. Bjartviðri verður á norðanverðu landinu en skýjað með köflum sunnantil og dálítil væta um tíma suðaustanlands. Hiti verður 0 til 7 stig að deginum, en vægt frost norðan- og austanlands í nótt.