Fundað um afleiðingar fyrningarleiðar

Þorskur á skoskum fiskmarkaði.
Þorskur á skoskum fiskmarkaði. mbl.is

Sjávarútvegur í óvissu, er yfirskrift almenns fundar sem boðið er til á Eskifirði á morgun. Fjallað er um afleiðingar fyrningarleiðar og afnám sjómannaafsláttar.

Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð og Útvegsmannafélag Austurlands boða til fundarins sem verður í Valhöll á Eskifirði á morgun, mánudag, klukkan 17.

Ræðumenn verða Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB-Granda, Gunnþór Ingvason, formaður Útvegsmannafélags Austurlands, Smári Geirsson bæjarfulltrúi og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert