Gripinn í lögreglubol

Merki lögreglunnar.
Merki lögreglunnar.

Gestur á skemmtistað á Selfossi var gripinn glóðvolgur í nótt í bol merktum lögreglunni. Gesturinn þurfti að sjá á eftir bolnum og má búast við ákæru eins og aðrir sem láta sjá sig í þessum fatnaði án þess að hafa til þess leyfi.

Einkennisfatnaði lögreglumanna var stolið í innbroti í fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Hefur einn og einn náðst til baka. Búið er að ákæra og dæma að minnsta kosti einn mann fyrir að vera í bol merktum lögreglunni.

Einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann reyndist auk þess vera undir áhrifum fíkniefna.

Annar var tekinn fyrir ölvun við akstur á Selfossi klukkan hálf þrjú í nótt. Hann missti ökuleyfið til bráðabirgða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert