Fjögur norsk skip hafa komið til löndunar hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði í dag og hefur hvert skipanna verið með um 900 tonn af loðnu. Norski loðnuflotinn kom á miðin fyrir austan landið í síðustu viku en er nú búinn að fiska upp í kvótann, rúmlega 28 þúsund lestir.
Á vefnum faskrudsfjordur.123 kemur fram, að þangað komu skipin Gerda Marie, Norderberg, Åkeroy og Smaragd. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn við löndun, flokkun og frystingu loðnu hjá Loðnuvinnslunni.
Samkvæmt upplýsingum frá Vakstöð siglinga kom norski loðnukvótinn hingað í síðustu viku og voru skipin 29 þegar mest var. Þau voru fljót að veiða kvótann, sem í þeirra hlut kom og eru nú farin af miðunum. Sum skipin sigldu með aflann til Noregs, önnur til Færeya en nokkur lönduðu á Austfjörðum.