Stóðu sig vel á sveinsprófi

Tinna Óðinsdóttir framreiðslumaður fékk verðlaun fyrir sveinspróf. Ólafur Ragnar Grímsson, …
Tinna Óðinsdóttir framreiðslumaður fékk verðlaun fyrir sveinspróf. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands afhenti verðlaunin að viðstöddum Jóni Ólafi Ólafssyni og Ásgrími Jónassyni. mbl.is/hagi

Átján framúrskarandi sveinar sem luku sveinsprófi á síðasta ári fengu viðurkenningu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík við hátíðlega athöfn sem efnt var til í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Þá var Björgvin Tómasson orgelsmiður á Stokkseyri útnefndur iðnaðarmaður ársins.

Iðnaðarmannafélagið veitti verðlaunin í fjórða sinn og er hátíðin að danskri fyrirmynd en þar hafa slíkar verðlaunahátíðir verið haldnar í hundruð ára, að sögn Gylfa Þórs Einarssonar sem á sæti í stjórn félagsins.

Hátt í 300 manns voru á hátíðinni, meðal annars fjöldi aðstandenda nýsveinanna. 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari hátíðarinnar og afhenti viðurkenningarnar. Einnig tóku þátt Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssonar, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.

„Menn átta sig á því að starfsmenntun og störf iðnaðarmanna eru mikilvæg fyrir þjóðfélagið. Það kom glöggt fram á hátíðinni, meðal annars í ræðu Ólafs Ragnars,“ segir Gylfi Þór.

Námi í löggiltum iðngreinum, sem eru þrjátíu, lýkur með sveinsprófi. Stjórn Iðnaðarmannafélagsins velur einstaklinga úr þeim hópi og veitir silfur- eða bronsmerki ásamt viðurkenningarskjali og meistarar verðlaunahafa fá einnig viðurkenningu.

Háskólinn í Reykjavík veitir einnig sveinum viðurkenningar og býður þremur nemendum til skólavistar þar sem skólagjöld eru felld niður.

Eftirtaldir nýsveinar fengu viðurkenningar:

Árni Páll Gíslason, rafvirki.

Ásta María Sigmarsdóttir, prentsmiður.

Gísli Líndal Karvelsson, vélvirki.

Halldór Gunnar Halldórsson, húsasmiður.

Henry Hálfdánarson, rafeindavirki.

Karl Friðrik Karlsson, rafeindavirki.

Kári Snær Valtingojer, rafvirki.

Tinna Óðinsdóttir, framreiðslumaður.

Guðmundur Geir Guðmundsson, rafeindavirki.

Haraldur Jónsson, rafvirki.

Jón Heiðar Hannesson, rafvirki.

Kristján Ásgeirsson Blöndal, húsasmiður.

Lena Berg, snyrtifræðingur.

Lovísa Dögg Aðalsteinsdóttir, hársnyrtir.

Magni Rafn Jónsson, rafvirki.

Sigurbjörn Vopni Björnsson, húsamiður.

Stefán Geir Reynisson, húsasmiður.

Þórarinn Gunnarsson, rafeindavirki.

Björgvinn Tómasson tekur við viðurkenningu sem iðnaðarmaður ársins úr hendi …
Björgvinn Tómasson tekur við viðurkenningu sem iðnaðarmaður ársins úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. mbl.is/hagi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert