14 bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

Reykjanesbær
Reykjanesbær Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fjórtán frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, sem fram fer laugardaginn 27. febrúar næstkomandi.

Frambjóðendur í prófkjörinu eru eftirfarandi:

Árni Sigfússon, bæjarstjóri

Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri

Björk Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður

Böðvar Jónsson, framkvæmdarstjóri og bæjarfulltrúi

Einar Þ. Magnússon, skipstjóri og útgerðarmaður

Erlingur Bjarnason, vaktstjóri

Gunnar Ellert Geirsson, verkfræðingur

Gunnar Þórarinsson, viðskiptafræðingur

Ingigerður Sæmundsdóttir, kennari

Jóhann Snorri Sigurbergsson, viðskiptafræðingur

Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri

Oddgeir Fr. Garðarsson, verslunarmaður

Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður

Rúnar V. Arnarson, bankamaður

Í prófkjörinu skal kjósa 7 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ sem þar eru búsettir. Einnig er þátttaka heimil stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjanesbæ fyrir lok prófkjör­fundar.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 9.00 - 17.00 alla virka daga fram að prófkjöri og hefst þriðjudaginn 9. febrúar. Frá og með mánudeginum 15. febrúar er einnig hægt að kjósa í félagsheimili sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Hólagötu 15 í Njarðvík, alla virka daga fram að prófkjöri frá kl. 17.00 til 19.00 og laugardaginn 20. febrúar frá kl. 13.00 til 15.00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert