Gerir hosur sínar grænar fyrir Framsókn

Fulltrúar Samfylkingar hafa rætt við framsóknarmenn.
Fulltrúar Samfylkingar hafa rætt við framsóknarmenn. Ómar Óskarsson

Ákveðin þreyta virðist kom­in í stjórn­ar­sam­starf Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna þótt það hafi ekki varað nema í eitt ár og eina viku.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins hafa ákveðnir þing­menn Sam­fylk­ing­ar og ráðherr­ar haft sam­band við ákveðna þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins á und­an­förn­um tveim­ur vik­um til þess að reifa þann mögu­leika við fram­sókn­ar­menn að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn kæmi inn í stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG.

Sam­kvæmt sömu heim­ild­um hafa fram­sókn­ar­menn tekið þess­um þreif­ing­um sam­fylk­ing­ar­fólks fá­lega og þeir fram­sókn­arþing­menn sem rætt var við í gær töldu úti­lokað að flokk­ur­inn væri reiðubú­inn til slíks sam­starfs.

Helstu ástæður þess að Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra og ein­hverj­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa eft­ir óform­leg­um leiðum kannað hvort Fram­sókn hefði vilja til þess að koma inn í stjórn og styrkja þing­meiri­hluta stjórn­ar­inn­ar eru sagðar þær, að flokk­ur­inn sé orðinn langþreytt­ur á því að VG vilji eng­ar ákv­arðanir taka og eng­ar fram­kvæmd­ir heim­ila.

Sjá nán­ar um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert