Fjárhaldsstjórn skipuð

Frá Álftanesi
Frá Álftanesi mbl.is/Golli

Kristján L. Möller, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, hef­ur ákveðið að fara að til­lögu eft­ir­lits­nefnd­ar með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga og skipa fjár­halds­stjórn til að hafa for­ystu um end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála  Álfta­ness.

Fjár­halds­stjórn verður skipuð þrem­ur full­trú­um og tek­ur hún við stjórn fjár­mála sveit­ar­fé­lags­ins. Má enga greiðslu inna af hendi úr sveit­ar­sjóði nema með samþykki henn­ar. Að öðru leyti fer sveit­ar­stjórn áfram með mál­efni sveit­ar­fé­lags­ins. Fjár­halds­stjórn­in tek­ur til starfa um leið og birt­ing ákvörðunar hef­ur farið fram í Lög­birt­inga­blaðinu og Stjórn­artíðind­um. Skip­un­ar­tími henn­ar er til 1. ág­úst.  

Í fjár­halds­stjórn­inni munu sitja Andri Árna­son hrl., til­nefnd­ur af sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, Elín Guðjóns­dótt­ir viðskipta­fræðing­ur, til­nefnd af fjár­málaráherra að ósk sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og Har­ald­ur L. Har­alds­son hag­fræðing­ur, til­nefnd­ur af Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Verið er að kynna málið á blaðamanna­fundi þessa stund­ina. Að sögn sam­gönguráðuneyt­is­ins legg­ur ráðherra áherslu á að við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu sveit­ar­fé­lags­ins verði horft til þess að verja eins og kost­ur er grunnþjón­ustu við íbúa sveit­ar­fé­lags­ins og fé­lags­lega vel­ferð þeirra.

Sam­kvæmt skýrslu bæj­ar­stjórn­ar Álfta­ness, sem af­hent var eft­ir­lits­nefnd­inni í síðustu viku, námu skuld­ir sveit­ar­fé­lags­ins í árs­lok 2009 um 3,1 millj­arði króna og skuld­bind­ing­ar vegna rekstr­ar­leigu­samn­inga og annarra lang­tíma­samn­inga eru áætlaðar um 4,1 millj­arður. Sé því gert ráð fyr­ir að skuld­ir og skuld­bind­ing­ar í lok síðasta árs hafi numið rúm­um 7,2 millj­örðum króna.

Nefnd­in seg­ir í bréfi til sam­gönguráðherra, að þrátt fyr­ir til­lög­ur um hagræðingu í rekstri, aukn­ar álög­ur, skuld­breyt­ingu lána og niður­fell­ingu skuld­bind­inga í nokkr­um mæli geti sveit­ar­fé­lagið ekki skilað halla­laus­um rekstri eða staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Til þess að gera sveit­ar­fé­lagið rekstr­ar­hæft þannig að það geti staðið við skuld­bind­ing­ar tel­ur eft­ir­lits­nefnd­in að sveit­ar­fé­lagið þoli vart skuld­ir og skuld­bind­ing­ar um­fram 2-2,5 millj­arða króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert