Fjölmenni á fundi um fyrningarleið

Bekkurinn er þétt setinn í Valhöll þessa stundina.
Bekkurinn er þétt setinn í Valhöll þessa stundina. mbl.is/Helgi Garðarsson

Fullt er út úr dyr­um í Val­höll á Eskif­irði á fundi, sem hófst á sjötta tím­an­um á veg­um Seyðis­fjarðar­kaupstaðar, Fjarðabyggðar og Útvegs­manna­fé­lags Aust­ur­lands um af­leiðing­ar fyrn­ing­ar­leiðar í sjáv­ar­út­vegi og af­nám sjó­manna­afslátt­ar­ins.

Á fund­in­um áttu Eggert Guðmunds­son, for­stjóri HB-Granda, Gunnþór Ingva­son, formaður Útvegs­manna­fé­lags Aust­ur­lands, Smári Geirs­son, bæj­ar­full­trúi í Fjarðabyggð og Sverr­ir Mar Al­berts­son, fram­kvæmda­stjóri Afls starfs­greina­fé­lags að flytja fram­söguræður.

Fund­ur var hald­inn ný­lega í Vest­manna­eyj­um um sama efni og stóðu að hon­um fé­lög sjó­manna og út­vegs­manna í bæn­um auk bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert