Fullt er út úr dyrum í Valhöll á Eskifirði á fundi, sem hófst á sjötta tímanum á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fjarðabyggðar og Útvegsmannafélags Austurlands um afleiðingar fyrningarleiðar í sjávarútvegi og afnám sjómannaafsláttarins.
Á fundinum áttu Eggert Guðmundsson, forstjóri HB-Granda, Gunnþór Ingvason, formaður Útvegsmannafélags Austurlands, Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags að flytja framsöguræður.
Fundur var haldinn nýlega í Vestmannaeyjum um sama efni og stóðu að honum félög sjómanna og útvegsmanna í bænum auk bæjarstjórnarinnar.