Leiðtogar stjórnarandstöðunnar setjast á fund í fjármálaráðuneytinu með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra kl. 10:30. Á fundinum verður rætt um stöðuna í Icesave-deilunni.
Hugsanlegt er að eftir fundinn verði tilkynnt hvaða erlendur sérfræðingur komi að samningaborðinu fyrir hönd Íslands, þ.e.a.s. ef Bretar og Hollendingar fallast á að semja upp á nýtt um Icesave.