Bretar og Hollendingar kröfðust pólitískra sátta um Icesave áður en nýjar viðræður við Íslendinga hæfust. Í dag tókst samkomuleg milli stjórnar- og stjórnarandstöðu um það hverjir verða ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í viðræðunum.
Talið er mjög líklegt að þetta verði til þess að Bretar og Hollendingar samþykki að endurmeta Icesave samkomulagið.