Lee Buchheit verður ráðgjafi

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna settust á fund í fjármálaráðuneytinu klukkan 11 í …
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna settust á fund í fjármálaráðuneytinu klukkan 11 í dag. mbl.is/Golli

Leitað verður til Lee C. Buchheit, bandarísks sérfræðings í þjóðaskuldum, um að verða ráðgjafi í hugsanlegum viðræðum Íslendinga við Breta og Hollendinga um Icesave. Þetta var niðurstaða fundar leiðtoga stjórnmálaflokkanna í fjármálaráðuneytinu í dag samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Fundur flokksleiðtoganna var stuttur, hann hófst klukkan 11 og lauk um hálftíma síðar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði eftir fundinn að nýr fundur yrði haldinn á morgun þar sem farið yrði betur stöðuna og „hvernig er best að nálgast viðsemjendur okkar.“

Sigmundur Davíð sagði að engar nýjar fréttir væru að hafa frá Hollendingum og Bretum síðan fundur var haldinn með þeim í Haag í síðustu viku.

Buchheit var hér á Íslandi í ágúst í fyrra og fór þá m.a. á fund fjárlaganefndar Alþingis og lýsti þar þeirri skoðun, að ótímabært væri að ræða skilmála Icesave-skuldar Íslands fyrr en ljóst væri hvað fengist fyrir eignir Landsbankans og hvað standi þá eftir. 

Fjármálaráðuneytið sagði þá, að leið Bucheits hafi verið reynd og hún  ekki reynst fær. Í staðinn hafi Bretar og Hollendingar fallist á, að ekki kæmi til greiðslu úr ríkissjóði á sjö ára tímabili, hvorki vegna vaxta né höfuðstóls, og gæfist þar með svigrúm til að hámarka virði eigna þrotabús Landsbankans.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, heilsar Lee Buchheit þegar hann kom …
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, heilsar Lee Buchheit þegar hann kom á fund nefndarinnar í fyrrasumar. mbl.is/Billi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert