Bjartsýni ríkir meðal smábátasjómanna um að grásleppuvertíðin, sem hefst fyrir norðan land í næsta mánuði, geti gefið góðar tekjur.
Íslenskir sjómenn komu með 11.518 tunnur af hrognum að landi í fyrra og var útflutningsverðmæti grásleppuhrogna og kavíars um 2,6 milljarðar króna í fyrra. Það mun vera hærri upphæð en nokkru sinni fyrr. Íslendingar voru í fyrra með um helming heimsframleiðslunnar á hrognum.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.