Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir við dönsku Ritzau fréttastofuna í dag, margar þjóðir hafi verið sammála um, að Íslendingar ættu að fá tækifæri til að byggja efnahag sinn upp að nýju eftir fjármálahrunið. „En það getum við ekki með þá skuldabyrði, sem lögð hefur verið á okkur," er haft eftir Össuri.
Hann segir að stuðningurinn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norðurlöndunum skipti gríðarlega miklu máli fyrir Íslands. Sú lánafyrirgreiðsla hefur hins vegar reynst vera háð ýmsum skilyrðum, m.a. þeim að Íslendingar gangi frá samkomulagi um Icesave-skuldbindingarna við Breta og Hollendinga.
„Allir hafa sagt, að það sé mikilvægt að Ísland standi við skuldbindingar sínar. Við teljum, að það sé einnig mikilvægt að löndin sem hafa samþykkt að veita lán standi við sín loforð. Ég er sannfærður um að Norðurlöndin muni gera það sem þau geta til að tryggja framgang efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem á að hjálpa Íslandi út úr kreppunni," segir Össur, og bætir við: „Til hvers er stórfjölskyldan ef ekki þess?"