Tífalt hærri reikningur en vænst var

Alþingi þarf að greiða Mischon de Reya um 25 milljónir …
Alþingi þarf að greiða Mischon de Reya um 25 milljónir fyrir lögfræðiaðstoð og ráðgjöf. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Reikn­ing­ur bresku lög­manns­stof­unn­ar Mis­hchon de Reya var um það bil tí­falt hærri en Alþingi hafði reiknað með, að sögn Helga Bernód­us­son­ar, skrif­stofu­stjóra Alþing­is. Reikn­ing­ur­inn sem er upp á um 25 millj­ón­ir er á eindaga eft­ir um það bil viku. 

DV greindi frá hinum háa reikn­ingi sem breska lög­manns­stof­an sendi Alþingi og fjár­laga­nefnd fyr­ir vinnu við ráðgjöf og önn­ur störf tengd Ices­a­ve-mál­inu.

Helgi sagði aðspurður að ekki væri bein­lín­is ágrein­ing­ur um upp­hæð reikn­ings­ins.  „Við urðum hins veg­ar mjög hissa,“ sagði Helgi. „Þetta var tals­vert miklu meira en við höfðum reiknað með.“ Helgi sagði að upp­haf­lega hafi verið talað um 1,5 til 2,5 millj­ón­ir króna. 

„Við tök­um þetta ekki af rekstar­fjárveit­ing­um okk­ar. Við höf­um skorið niður allt í rekstri þings­ins mjög harka­lega. Það er eig­in­lega al­veg úti­lokað að þetta fari af rekstr­ar­fjárveit­ingu þings­ins,“ sagði Helgi. Hann sagði að vænt­an­lega þyrfti auka­fjár­veit­ingu til að bjarga þess­um óvæntu út­gjöld­um.

Helgi sagði að það hafi verið vitað fyr­ir­fram að vinna lög­manns­stof­unn­ar yrði dýr. Menn séu þar með mjög hátt tíma­kaup og erfitt að hafa ein­hverja reiðu á hvað þar fari fram.

„Það er ekki svona sem sér­fræðiaðstoð þings­ins er keypt.  Ef við kaup­um sér­fræðiaðstoð hér inn­an­lands er hún alltaf af­mörkuð fyr­ir­fram að um­fangi og kostnaði. Þetta var eig­in­lega opið í ann­an end­ann,“ sagði Helgi.

Í frétt DV kom fram að reikn­ing­ur­inn sé sund­urliðaður og þar komi fram að um tíu millj­ón­ir renni til Gunn­laugs Er­lends­son­ar lög­fræðings en hann er bú­sett­ur í Bretlandi.

Helgi sagði að þessi sund­urliðun væri ekki sér­stak­lega að ósk Alþing­is held­ur sé um ráðstöf­un lög­manns­stof­unn­ar að ræða. Svo virðist sem ís­lenski lög­fræðing­ur­inn hafi verið eins kon­ar und­ir­verktaki lög­manns­stof­unn­ar. 

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.
Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is. Árni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert