Hagsmunasamtök heimilanna hafa ákveðið að boða til þriðja greiðsluverkfallsins þann 19. febrúar. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum verður verkfallið ótímabundið í þetta skiptið.
„Við höfum fengið okkur fullsödd af aðgerðarleysi stjórnvalda og sýndarmennsku banka með innihaldslausu ímyndarauglýsingaskrumi," segir í tilkynningu HH. „Brýnar réttarbætur til handa lántakendum hafa verið látnar sitja á hakanum og ekkert bólar á alvöru leiðréttingum á stökkbreyttum lánum og gölnum verðbótum. Siðlaus eignaupptaka ríkis og banka hjá almenningi byggð á forsendubresti sem þessir sömu aðilar bera ábyrgð á er enn á fullu skriði."
Í fyrsta greiðsluverkfallinu sem hagsmunasamtökin boðuðu til var þátttaka meðal félagsmanna yfir 40% samkvæmt könnun sem félagið gerði um áramótin. Í öðru greiðsluverkfallinu, sem varði í 3 vikur, var þátttakan 36% meðal félagsmanna. Í fréttatilkynningu segir að þá hafi jafnframt komið í ljós stuðningur við HH langt út fyrir raðir félagsmanna. „Almenn þátttaka í fyrsta greiðsluverkfallinu mældist 30% samkvæmt óformlegum könnunum. Það eru tæplega 40 þúsund heimili eða um 100 þúsund manns ef allir í fjölskyldunni eru taldir með. Seinna greiðsluverkfallið gerði um 24% almenna þátttöku sem gerir yfir 75 þúsund manns."
Ekki er reiknað með svo afgerandi þátttöku almennings í ótímabundnu greiðsluverkfalli að sögn HH, enda sé um meiri fjárhagslega áhættu að ræða. Þátttaka sé þó vel möguleg án slíkrar áhættu, og má lesa nánar um það á