Uppfært verðmæti afleiðusamninga vegna orkusölusamninga fram í tímann skilar HS Orku sjö milljarða viðsnúningi í fjármagnsjöfnuði félagsins. Samningarnir sem um ræðir eru gerðir í dollurum og tengjast álverði.
Gert er ráð fyrir 1,89% álverðshækkun á hverju ári út samningstíma orkusölusamninganna, en forstjóri HS Orku segir þetta gert í samræmi við bókhaldsstaðla.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.