Fjölmennur borgarafundur á Suðurnesjum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fjölmenni var á borgarafundi um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í kvöld. Að sögn Víkurfrétta mættu rúmlega 400 manns á fundinn sem haldinn var á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þ.á.m. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. 

Séra Skúli Ólafsson sóknarprestur í Keflavík afhenti ráðherra tæplega 10.000 undirskriftir Suðurnesjamanna með mótmælum gegn niðurskurði við stofnunina. Nokkrir héldu framsögu á fundinum og töluðu fyrir nauðsyn þeirrar þjónustu sem HSS veitir.

Að framsögum loknum svaraði Álfheiður Ingadóttir fyrirspurnum fundargesta. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert