Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg

Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar og sýnir staðsetningu jarðskjálftanna …
Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar og sýnir staðsetningu jarðskjálftanna við Reykjanes.

Talsverð skjálftavirkni hefur verið í nótt á Reykjaneshrygg, um 20-30 km suðvestur af Reykjanestá. A.m.k. fimm skjálftar mældust yfir 3 stig á Richterskvarða, sá stærsti 3,5 stig.

Stærstu skjálftarnir komu í gærkvöldi, en talsverður órói hefur einnig verið í nótt. Stærstu skjálftar sem urðu í nótt voru tæplega 3 stig. Upptök skjálftanna er á um 10 km dýpi.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hrinan hafi staðið fram eftir nóttu en verulega hafi dregið úr henni í morgun. Jarðskjálftar eru tiltölulega algengir á þessum slóðum og varð svipuð hrina þar um mánaðamótin október-nóvember á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert