„Kasínó er raunhæfur kostur“

Reuters

„Kasínó er alþjóðlegt orð og spila­víti svo hrika­lega nei­kvætt að maður velt­ir fyr­ir sér hvaða áróðurs­meist­ari fann það upp,“ seg­ir Arn­ar Gunn­laugs­son hjá Ábyrgri spila­mennsku ehf., spurður um það hvers vegna aðeins er rætt um kasínó í sam­bandi við hug­mynd fé­lags­ins um að setja á fót spila­víti í húsa­kynn­um hót­els­ins Hilt­on Reykja­vík Nordica.

Ábyrg spila­mennska er að jöfn­um hlut­um í eigu Icelanda­ir Hotels, sem rek­ur of­an­greint hót­el, og Arn­ars og Bjarka Gunn­laugs­sona, sem þekkt­ast­ir eru fyr­ir kunn­áttu sína í knatt­spyrnu. Hug­mynd um kasínó var kynnt í iðnaðarráðuneyt­inu og dóms­málaráðuneyt­inu. Í kjöl­farið hef­ur verið óskað eft­ir um­sögn­um fagaðila.

„Við höf­um unnið að þessu máli mjög lengi og vor­um í raun að bíða eft­ir rétta tæki­fær­inu. Kasínó er raun­hæf­ur kost­ur og ef ekki núna þá síðar,“ seg­ir Arn­ar og bend­ir á að sama umræða hafi farið fram í Dan­mörku í lok ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. „Þar var ákveðið að lög­leiða rekst­ur kasínós með ströng­um skil­yrðum og hárri skatt­lagn­ingu.“

Arn­ar seg­ir að reynsla Dana sé sú að ólög­leg­ir spila­klúbb­ar lögðust af og viðskipta­vin­ir þeirra sóttu þess í stað í kasínó­in. Hann bend­ir á að ólög­leg­um spila­klúbb­um hafi fjölgað mikið hér á landi, og net­spil­un einnig auk­ist. Af þeirri spila­mennsku fái ríkið eng­ar skatt­tekj­ur.

Arn­ar seg­ir um of ein­blínt á nei­kvæðar hliðar spila­mennsk­unn­ar, án þess þó að hann geri lítið úr spilafíkn. Hins veg­ar sé hægt að hafa meira eft­ir­lit með spila­mennsku og auðveld­ara að koma þeim til hjálp­ar sem eiga við spilafíkn að stríða.

Talið er að á milli fjöru­tíu og sjö­tíu störf skap­ist verði hug­mynd­inni veitt braut­ar­gengi, en til þess þarf laga­breyt­ingu. Ekki náðist í Rögnu Árna­dótt­ur, dóms­málaráðherra, við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

  • Á milli fjöru­tíu og sjö­tíu störf skap­ast með opn­un spila­vít­is · Sama hug­mynd var til umræðu í Dan­mörku fyr­ir tutt­ugu árum · Sú ákvörðun var tek­in að leyfa fjár­hættu­spil með skil­yrðum
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert