Norðlægur stuðningur er sjónhverfing

Kýr á fóðrum.
Kýr á fóðrum. Atli Vigfússon

„Tal um stuðning ESB við svokallaðan norðlægan landbúnað er sjónhverfing. Við teljum að ekkert sé þar á bak við,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Samtökin hafa unnið að athugun á afleiðingum þess fyrir íslenskan landbúnað ef Ísland gengur í Evrópusambandið, meðal annars með fundum með samningamönnum Finna.

Haraldur segir að Finnar hafi fengið heimild til þess, með samningunum við ESB, að skilgreina hluta landbúnaðarins sem norðlægan og styrkja hann sérstaklega, þar til Evrópusambandið ákvæði annað. Stuðningurinn sé alfarið á kostnað finnskra skattgreiðenda. „Samkvæmt öllum reglum ESB stenst það ekki að einhver hluti landsvæðis þess fái sérmeðferð, það eiga allir að vera jafnir.“

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert