Kjörstjórn VG í forvali flokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík tók ekki til greina kæru Þorleifs Gunnlaugssonar borgarfulltrúa. Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að að úrslit þau sem voru kynnt að kvöldi 6. febrúar standi óbreytt.
Kæra Þorleifs snerist um framkvæmd utankjörfundaatkvæðagreiðslu. Hann gerði athugasemd við að frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra hefðu komið með kjörseðla heim til kjósenda og skilað þeim síðan til kjörstjórnar.