Vilja byggja upp í Stafholti

Karl Sigurbjörnsson biskup, Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs og Sigurjón …
Karl Sigurbjörnsson biskup, Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs og Sigurjón Valdimarsson forsvarsmaður undirskriftasöfnunarinnar. Ernir Eyjólfsson

Sóknarbörn í Stafholtsprestakalli í Borgarfirði skora á biskup Íslands að beita sér fyrir uppbyggingu prestbústaðar í Stafholti.

Þegar nýr prestur kom til starfa í Stafholti á síðasta ári, séra Elínborg Sturludóttir, lom í ljós að gamli prestsbústaðurinn er óíbúðahæfur og neyddist presturinn því til að fá sér húsnæði í Borgarnesi. Þetta eru sóknarbörnin ósátt við, en undirskriftarlisti með nöfnum 178 manna voru afhentir biskupi Íslands í gær.

„Við undirrituð sóknarbörn og velunnar Stafholtsprestakalls í Borgarfirði óskum eftir því að sem fyrst verði hugað að uppbyggingu prestssetursins í Stafholti. Ekki er viðunandi að presturinn sitji ekki staðinn. Er því skorað á kirkjuyfirvöld að hraða svo byggingu nýs íbúðarhúss í Stafholti að það verði tilbúið þegar leigutími núverandi bústaðar prestsins rennur út,“ segir í texta undirskriftalistans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert