Norskum meðlimi vélhjólasamtakanna Vítisengla hefur verið vísað frá landinu. Maðurinn kom til landsins í gær, en var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli. Reiknað er með að hann fari frá landinu í dag.
Litlar upplýsingar fengust um málið frá yfirvöldum. Maðurinn kom til landsins með lögmanni sínum í gær. Í frétt RÚV segir að þeir hafi komið hingað í þeim tilgangi að reka mál sem Vítisengillinn og félagar hans í samtökunum eru að undirbúa á hendur íslenska ríkinu.