12 hafa fengið bréf

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Ómar

Tólf hafa fengið bréf frá rannsóknarnefnd Alþingis þar sem þeim er boðið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri vegna umfjöllun um þá í væntanlegri skýrslu nefndarinnar. Þetta kemur fram á heimasíðu nefndarinnar.

Samkvæmt lögum um nefndina ber henni að gera þeim, sem ætla megi að hafi orðið á mistök eða orðið hafi uppvísir að vanrækslu í starfi, skriflega grein fyrir afstöðu sinni til atriða sem varða þátt þeirra í málinu og nefndin íhugar að fjalla um í skýrslu sinni til Alþingis.

„Þau atriði sem nefndin hefur þannig veitt mönnum færi á að tjá sig um lúta að fáum en mikilsverðum meginatriðum í aðdragandanum að falli bankanna. Allir hafa þessir einstaklingar, sem veitt er færi á að koma þannig að viðhorfum sínum, áður komið í skýrslutöku og þar hafa þeir áður verið spurðir út í flest þessara atriða og lýst þar viðhorfum sínum," segir nefndin á heimasíðunni.

Fram kemur, að nefndin hafi ákveðið að gefa hvorki upp nöfn þeirra tólf einstaklinga sem fengið hafi bréfin né upplýsa um efni þeirra. Þær upplýsingar muni koma fram með skýrslu nefndarinnar til Alþingis.

Heimasíða rannsóknarnefndar Alþingis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert