15 ára ökumaður flúði undan lögreglu

Lögreglan.
Lögreglan.

Fimmtán ára ökumaður var í nótt stöðvaður við Hveragerði eftir að hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar í Reykjavík. Lögreglan elti hann yfir Hellisheiði þar sem hann ók á naglamottu lögreglunnar.

Lögreglan í Reykjavík varð vör við ökumanninn eftir miðnætti, en hann sinnti í engu stöðvunarmerkjum lögreglu og ók á miklum hraða til austurs út úr borginni. Lögreglan kallaði eftir aðstoð lögreglumanna á Selfossi sem lögðu naglamottu yfir veginn við Hveragerði. Þar lauk eftirförinni eftir að ökumaðurinn hafði ekið á mottuna.

Stúlka sem ók bílnum var réttindalaus enda aðeins fimmtán ára gömul. Farþegi var með henni í bílnum. Stúlkna hafði tekið bílinn ófrjálsri hendi frá foreldrum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert