Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi

Stór hluti af afborgunum lána, sem Landsbankinn veitti fyrirtækjum og einstaklingum í Bretlandi, hefur farið inn á vaxtalausan innlánsreikning í Englandsbanka.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er heildarupphæð þessara afborgana nærri 200 milljarðar króna frá því að eignir bankans í Bretlandi voru frystar haustið 2008.

Frystingunni var reyndar aflétt í júní sl. en innistæðunum hefur ekki verið hægt að ráðstafa, samkvæmt tilskipun frá breska fjármálaeftirlitinu, þar sem ekki má flytja fé í eigu þrotabúa úr landi.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins úr fjármálaráðuneytinu hefur það komið til tals í viðræðum Íslendinga við Breta að færa afborganirnar inn á aðra bankareikninga sem bæru einhverja innlánsvexti. Niðurstaða hefur ekki fengist í því.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka