Saka Breta og Hollendinga um efnahagslegan hernað

Fulltrúar InDefence afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands undirskriftir gegn …
Fulltrúar InDefence afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands undirskriftir gegn Icesave-lögunum í janúar.

InDefence samtökin saka bresk og hollensk stjórnvöld um efnahagslegan hernað gegn Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu samtakanna en InDefence hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 15 í dag þar sem þau hvetja Íslendinga til að hafna Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars.

„InDefence krefst nýs samkomulags. Eignir Landsbankans eru metnar á 6,6 milljarða punda (1164 milljarða króna) umfram þá 3,9 milljarða punda sem Íslendingar gera kröfu um til að ábyrgjast lágmarkstryggingu innistæðna. Ábyrgð og kostnaður vegna gallaðra bankareglna hlýtur að falla á alla jafn og Ísland ætti að fá bætur vegna þess bletts sem fallið hefur á orðstír þess vegna þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslendingum. Ísland verður að fá tóm til að byggja upp efnahag sinn í samræmi við viðmiðanir Brussel," segir í tilkynningu á heimasíðu InDefence.

Heimasíða InDefence

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert