Með barn í fanginu í framsæti

Svona búnaður var ekki í bílnum.
Svona búnaður var ekki í bílnum.

Karlmaður var staðinn að hraðakstri á Hafnarfjarðarveginum í gær. Í bílnum sat kona í framsætinu með barnið sitt í fanginu og var sama bílbeltið spennt yfir þau bæði.

Lögreglan segir, að för fólksins hafi verið stöðvuð og þurfti að gera ráðstafanir svo það gæti komist áfram leiðar sinnar.

Bíllinn sem um ræðir er tveggja sæta og því var ekki í boði að koma barninu örugglega fyrir í aftursæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert