Ræddi við Miliband um Icesave

David Miliband.
David Miliband. Reuters

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra átti í morgun fund með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, í London. Á fundinum fór Össur yfir stöðuna í Icesave, samráð íslensku stjórnmálaflokkanna og hvaða möguleika íslensk stjórnvöld sæu til lausnar á Icesave deilunni. 

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu ræddi Össur einnig um stöðu efnahagsáætlunar Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og lagði áherslu á nauðsyn þess að sjóðurinn tæki áætlunina til meðferðar á réttum tíma.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ræddi í gær í síma við Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, og Paul Myners, bankamálaráðherra Bretlands. Hann segir að niðurstaða þeirra samtala hafi verið að halda áfram að ræða um næstu skref.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert