Verður að greiða götu stórframkvæmda

Miðstjórn Alþýðusam­bands­ins seg­ir, að rík­is­stjórn­in verði að greiða götu þeirra stór­fram­kvæmda sem nú séu í und­ir­bún­ingi auk þess að ráðast í fram­kvæmd­ir á eig­in veg­um.

„Bent hef­ur verið á fjöl­mörg verk­efni sem ráðast má í á næstu mánuðum og miss­er­um af hálfu stjórn­valda s.s. viðhalds­verk­efni vegna op­in­berra bygg­inga um land allt, vega­bæt­ur, sam­göngumiðstöð, bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila og nýj­an Land­spít­ala.  Þetta eru verk­efni sem hefja má taf­ar­laust vinnu við," seg­ir m.a. í álykt­un miðstjórn­ar­inn­ar.

„Alþýðusam­bandið krefst verk­legra fram­kvæmda til að mæta mikl­um sam­drætti í bygg­ing­ariðnaði og mann­virkja­gerð því þar er at­vinnu­leysið mest. Slík­ar fram­kvæmd­ir munu einnig hleypa auknu lífi í fjöl­marg­ar grein­ar at­vinnu­lífs­ins sem þjón­usta bygg­ing­ariðnað og mann­virkja­gerð með bein­um og óbein­um hætti," seg­ir einnig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert