Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ. mbl.is/Heiddi

Miðstjórn ASÍ sendi frá sér harðorðar ályktanir í gær þar sem krafist er verklegra framkvæmda til að mæta miklum samdrætti í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. Einnig er krafist aðgerða stjórnvalda til að bregðast við greiðsluvanda heimila. Þær hafi til þessa verið í skötulíki.

„Það er mál að linni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Stjórnvöld verði að halda uppi athafnastigi í gegnum stórframkvæmdir og margfeldisáhrif byggingageirans á verslun og viðskipti og aðrar greinar séu mikil. Enn einu sinni séu mikilvæg orkuverkefni slegin út af borðinu með ákvörðun umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár.

„Við verðum að gera okkur verðmæti úr þeim auðlindum sem við búum að,“ segir Gylfi og minnir á að orkan frá virkjununum í neðri hluta Þjórsár hafi ekki átt að fara til nýrra álvera heldur grænna verkefna. „Ég bara skil ekki hvað Vinstri grænir eru að gera. Þetta var atvinnustefna Vinstri grænna sem þeir eru að stöðva.“

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert