Fíkniefnaleit í Tækniskólanum

Lögreglan ásamt fíkniefnahundum gerðu í hádeginu fíkniefnaleit í Tækniskólanum. Mbl sjónvarp náði myndum af því þegar lögreglan kom á vettvang.

Lögreglumennirnir notuðu þrjá fíkniefnahunda við leitina en þegar þetta er skrifað stendur leitin enn yfir og því liggur ekki fyrir hvort fíkniefni fundust. Öllum útgönguleiðum var lokað á meðan leitinni stóð að undanskildum einni hurð sem lögreglan vaktaði. 

Skólayfirvöld gáfu samþykki sitt fyrir leitinni en hún er að þeirra sögn hluti af hefðbundinni leit og til marks um hve mikla áherslu skólinn leggur á fíkniefnalaust umhverfi. Ennfremur segja þeir að leitin í dag hafi mikið forvarnargildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert