Og Vodafone skuldsett í viðskiptum við eigendur

mbl.is

Skömmu eftir að Norðurljós, dótturfélag Baugs, keypti 35 prósenta hlut í Og Vodafone, skuldsetti síðarnefnda félagið sig um fimm milljarða króna til að kaupa tvö dótturfélög Norðurljósa, Íslenska útvarpsfélagið ehf. og Frétt ehf.

Í september 2004 keyptu Norðurljós hlut Columbia Ventures í Og Vodafone á 5,1 milljarð króna og urðu þar með stærsti hluthafinn í félaginu.

Stuttu síðar, eða í desember sama ár, var greint frá kaupum Og Vodafone á áðurnefndum dótturfélögum Norðurljósa á 5,8 milljarða króna. Fimm milljarðar yrðu greiddir með peningum, en afgangurinn með nýju hlutafé í Og Vodafone. Hluti kaupverðsins var notaður til að greiða niður skuldir Norðurljósa.

Sjá nánar um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert