Skýrsla um staðgöngumæðrun

Vinnuhópur sem skipaður var til að skoða siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun hefur skilað áfangaskýrslu til heilbrigðisráðherra.

Í áfangaskýrslu vinnuhópsins er ekki tekin afstaða til þess hvort leyfa skuli staðgöngumæðrun hér á landi eða ekki, heldur er vonast til þess að skýrslan geti orðið grundvöllur upplýstrar umræðu um málið. 

Staðgöngumæðrun, sem er bönnuð samkvæmt íslenskum lögum, felur í sér að kona gengur með barn fyrir verðandi foreldra eða foreldri og hefur fallist á að afhenda þeim barnið eftir fæðingu.

Það var þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem skipaði vinnuhópinn í lok janúar 2009 en í honum voru Guðríður Þorsteinsdóttir sviðsstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Kristján Oddsson þáv. aðstoðarlandlæknir og Ástríður Stefánsdóttir dósent við Háskóla Íslands. 

Skýrsla starfshópsins

Boðað verður til opins fundar í marsmánuði n.k. til að ræða hvort heimila beri staðgöngumæðrun hér á landi og þá með hvaða skilyrðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert