Ætluðu með Icesave til Frakklands

Viðræður fóru fram um að setja upp Iceave í Frakklandi, …
Viðræður fóru fram um að setja upp Iceave í Frakklandi, segir hollenskt dagblað. Ómar Óskarsson

Hollenskt viðskiptablað, Het Financieele Dagblad, hefur fyrir því heimildir að til hafi staðið að hefja viðræður milli Seðlabanka Frakklands og Landsbankans um að setja af stað Icesave-reikninga í Frakklandi. Viðræður hafi hins verið óformlegar og þær tafist af ásettu ráði af hálfu Frakka. Áformin hafi sjálfkrafa að engu orðið þegar Landsbankinn féll um haustið 2008, segir í frétt FD.

Landsbankinn stofnaði sem kunnugt er Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi og forráðamenn bankans höfðu á sínum tíma áform um að bjóða upp á þetta innlánsform í fleiri löndum.

Í hollenska blaðinu er í annarri frétt fjallað um að Steingrímur J. Sigfússon fjármála hafi verið ósáttur við fréttaflutning Ríkisútvarpsins í gær um nýtt samningstilboð Íslendinga. Sú frétt hafi haft skaðleg áhrif á viðræðurnar við Hollendinga og Breta, sem áformaðar eru að nýju eftir helgi.

Jafnframt segir í frétt FD að hollensk stjórnvöld séu opin fyrir því að ræða nýjar tillögur en ekki sé hvikað frá því að Íslendingar verði að greiða 1,3 milljarða evra skuld sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert