Hollenskt viðskiptablað, Het Financieele Dagblad, hefur fyrir því heimildir að til hafi staðið að hefja viðræður milli Seðlabanka Frakklands og Landsbankans um að setja af stað Icesave-reikninga í Frakklandi. Viðræður hafi hins verið óformlegar og þær tafist af ásettu ráði af hálfu Frakka. Áformin hafi sjálfkrafa að engu orðið þegar Landsbankinn féll um haustið 2008, segir í frétt FD.
Landsbankinn stofnaði sem kunnugt er Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi og forráðamenn bankans höfðu á sínum tíma áform um að bjóða upp á þetta innlánsform í fleiri löndum.
Í hollenska blaðinu er í annarri frétt fjallað um að Steingrímur J. Sigfússon fjármála hafi verið ósáttur við fréttaflutning Ríkisútvarpsins í gær um nýtt samningstilboð Íslendinga. Sú frétt hafi haft skaðleg áhrif á viðræðurnar við Hollendinga og Breta, sem áformaðar eru að nýju eftir helgi.
Jafnframt segir í frétt FD að hollensk stjórnvöld séu opin fyrir því að ræða nýjar tillögur en ekki sé hvikað frá því að Íslendingar verði að greiða 1,3 milljarða evra skuld sína.