Bað RÚV að birta ekki fréttina

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist hafa beðið Ríkisútvarpið í gær að birta ekki frétt í hádegisfréttum sínum í gær um innihald nýrrar tillögu íslenskra stjórnvalda til lausnar Icesave deilunni. Fréttin var hins vegar birt og sagði Steingrímur í morgunþætti Rásar 2 í morgun, að fréttin hefði verið bæði skaðleg og röng.

Ríkisútvarpið sagði að tillagan snérist um að lán Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga Landsbankans verði greidd með greiðslum úr þrotabúi bankans en íslensk stjórnvöld greiði ekki vexti eða fjármagnskostnað af lánunum. 

Steingrímur vildi í morgunútvarpinu ekki segja hvað væri rangt við fréttina en sagði að fréttaflutningur af þessu tagi væri afar óheppilegur áður en farið væri af stað í viðræður.

Þá sagði Steingrímur, að ekki væri víst að nýjum viðræðum í Icesavedeilunni við viðsemjendur verði komið á í næstu viku eins og stefnt sé að. Viðsemjendur séu lítið spenntir fyrir því að dragast inn í viðræður í fjórða sinn ef hætta er á klúðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert