Eigið fé Byggðastofnunar aukið

Ráðherrar gerðu grein fyrir tillögum um atvinnuuppbyggingu eftir ríkisstjórnarfund í …
Ráðherrar gerðu grein fyrir tillögum um atvinnuuppbyggingu eftir ríkisstjórnarfund í dag. mbl.is/GSH

Eigið fé Byggðastofn­un­ar verður aukið um 3,6 millj­arða króna til að stuðla að at­vinnu­upp­bygg­ingu sam­kvæmt til­lög­um iðnaðarráðherra, sem fjallað var um á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Eru áform um marg­vís­leg­ar aðgerðir í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­mál­um.

„Áhersl­an er lögð á fjöl­breitni og aft­ur fjöl­breytni," sagði Katrín Júlí­us­dótt­ir, iðnaðarráðherra. Sagði hún að gera mætti ráð fyr­ir að með þessu gæti skap­ast grund­völl­ur fyr­ir þúsund­ir starfa.

Stefnt er að því að á þessu ári verði 5-700 millj­ón­um króna til­tæk­ar til upp­bygg­ing­ar fjöl­sóttra ferðamannastaða a land­inu. Þá tek­ur Lána­trygg­inga­sjóður kvenna til starfa á ný og und­ir­bún­ing­ur er haf­inn að því að koma á fót sér­stök­um fjár­fest­ing­ar­sjóði fyr­ir svo­nefnda viðskipta­tengla sem vilja leggja fjár­muni í viðskipta­hug­mynd­ir og upp­bygg­ingu sprota- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja.

Aukið eigið fé Byggðastofn­un­ar á að gera stofn­un­inni kleift að styðja við at­vinnu­upp­bygg­ingu með lán­um. Verður stjórn Byggðastofn­un­ar falið að skila til­lög­um um áhersl­ur í út­lán­um með það að mark­miði að há­marka verðmæta­sköp­un og fjölda starfa til framtíðar.

Til­kynn­ing iðnaðarráðuneyt­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert