Frumvarp um kyrrsetningu eigna

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnti frumvarp sem tekur á undanskoti …
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnti frumvarp sem tekur á undanskoti eigna undan skatti. mbl.is/Skapti

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt. Samkvæmt frumvarpinu verður m.a. heimilt að krefjast kyrrsetningar á eignum til að tryggja greiðslu væntanlegrar skattakröfu, fésektar og sakarkostnaðar.

Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði að frumvarpið hafi verið flutt í fyrra en fékk ekki afgreiðslu þá. Því verður að kynna og flytja frumvarpið aftur.

Samkvæmt frumvarpinu sem var útbýtt  11. ágúst 2009 verður heimilt að kyrrsetja eignir til að tryggingar væntanlegri skattkröfu, fésekt og sakarkostnaði í málum sem eru í rannsókn hjá skattrannsóknastjóra og hjá öðrum sem bera ábyrgð á skattgreiðslum. 

Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að skattyfirvöld séu að kanna hvort farið hafi verið á svig við skattalög í tengslum við hrun bankanna. Einnig hvort tekjum hafi verið skotið undan og refsiverð brot framin. 

Þá þyki ljóst að með löngum málsmeðferðartíma skapist ákveðin hætta á að eignum sé skotið undan. 

„Af þeim sökum er talið nauðsynlegt að veita skattyfirvöldum auknar heimildir til varnar því að þeir aðilar sem málið varðar geti komið sér undan greiðslum opinberra gjalda og mögulegra fésekta vegna skattalagabrota með því að færa eignir sínar í hendur annarra. Í frumvarpi þessu er að finna tillögur þess efnis, þ.e. um kyrrsetningu eigna og aðrar tryggingarráðstafanir vegna rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins,“ segir m.a. í athugasemdunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert