Össur hitti nýjan stækkunarstjóra

Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle.
Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherram átti í dag fund með Stefan Füle, sem tók í vikunni við stöðu framkvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Fram kemur á vef ráðuneytisins, að þeir hafi rætt stöðu mála á Íslandi, m.a. viðræður stjórnmálaflokkanna um lausn Icesave. Þá hafi þeir rætt um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Hafi Füle gert utanríkisráðherra grein fyrir undirbúningi álits framkvæmdastjórnarinnar á íslensku umsókninni, sem væntanlegt er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert