Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður telur nauðsynlegt að rannsaka hvernig fjármálastofnanir hafa staðið að málum frá hruni bankakerfisins. Viðskiptanefnd Alþingis ræddi um verklagsreglur bankanna á fundi í morgun.
Viðskiptanefnd kallaði einnig sérstaklega fyrir stjórnendur Arion banka til að ræða m.a. um málefni Haga og Samskips.
„Stjórnendur bankanna sögðust vinna eftir stefnu stjórnvalda og eftir þeim skilaboðum sem þeir fengju frá eigendum, þ.e. ríkinu,“ sagði Guðlaugur Þór eftir fundinn.
„Að mínu mati er mikilvægt að rannsaka það sem hefur gerst frá hruninu og til dagsins í dag.“
Guðlaugur Þór sagði að flest fyrirtæki á Íslandi þyrftu á fyrirgreiðslu bankakerfisins að halda. Hann sagði að þau skilaboð sem fyrirtæki sem hefðu sýnt ráðdeild í rekstri væru að fá frá bankakerfinu væri þau ættu að stunda flókin kennitöluviðskipti líkt og þau fyrirtæki sem væru að fá fyrirgreiðslu í bönkunum.