Sparar yfir 300 milljarða

Stjórn og stjórnarandstaða hafa komið sér saman um helstu áhersluatriði í nýjum samningaviðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave, ef af nýjum viðræðum verður.

Af hálfu Íslendinga verður lögð höfuðáhersla á að við þurfum ekki að taka lán fyrir þeim kostnaði sem Bretar og Hollendingar hafa lagt út vegna tapaðra innistæðna á Icesave-reikningunum, heldur verði reynt að láta þrotabú Landsbankans duga.

Þessi breyting hefði í för með sér að ríkissjóður Íslands þyrfti ekki að greiða neina vexti vegna Icesave. Að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, er ljóst að þetta myndi spara að minnsta kosti 300 milljarða. Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics, telur að vaxtakostnaður ríkissjóðs af fyrri Icesave-samningnum hefði numið 387 milljörðum.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka