Tíundi kröfufundurinn í vetur

Mótmæli hagsmunasamttaka heimilanna.
Mótmæli hagsmunasamttaka heimilanna. mbl.is/Golli

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boða til 10. kröfufundar vetrarins á
Austurvelli á morgun kl. 15.

„Aukin ólga ríkir á vinnumarkaði, atvinnuleysið eykst og kannanir mæla sífellt þyngri neikvæð áhrif kreppunnar á heilsu og líðan landsmanna. Heimilum landsins er að blæða fjárhagslega út. Innan tíðar á að þvinga þúsundir fjölskyldna í nauðungar söluferli og aðra þvingaða greiðsluerfiðleika samninga,“ segir m.a. í fundarboði aðstandenda.

Þar kemur fram að búast megi við að um 44.500 heimili verði komin í verulega fjárhagslega þrönga stöðu fyrir árslok verði ekki gripið til almennra leiðréttinga tafarlaust.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka