800 manns á Austurvelli

Eldur var kveiktur á Austurvelli.
Eldur var kveiktur á Austurvelli. Heiddi / Heiðar Kristjánsson

Talið er að hátt í 800 manns hafi komið á Austurvöll í dag og tekið þátt í tíunda mótmælafundi samtakanna Nýtt Ísland. En í fundarboði samtakanna kom fram að hátt í 45.000 heimili verði komin verulega fjárhagslega erfiðleika fyrir árslok verði ekki gripið til aðgerða.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk boð um að mæta á fundinn sem hún afþakkaði með tölvupósti til samtakanna í gær.

Í fréttatilkynningu sem Nýtt Ísland sendi frá sér, segir að skorað sé á alla þá sem hafa hug á að fara í mál við lánastofnanir að mæta fyrir utan Íslandsbanka Kirkjusandi n.k. þriðjudag kl 12:15 og taka þátt í sjöttu bílalánamótmælum samtakanna.

Samtökin verða með sérútbúinn fundarbíl á staðnum og taka við skráningum þeirra sem vilja leita réttar síns vegna hugsanlegrar ólögmætis myntkörfulána.
En dómur féll í gær lántakenda í vil gegn Lýsingu fjármögnun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert