Fréttaskýring: Áfengi er skilgreint sem spilliefni

Heiðar Kristjánsson

Á hverju ári er tugþúsundum lítra af áfengi fargað hér á landi, einkum vegna þess að áfengið er gallað, það hefur skemmst eða runnið út.

Þegar miklu magni af áfengi er fargað er það flokkað sem spilliefni sem þarf að eyða með sérstökum hætti svo það hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið, skv. upplýsingum frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. „Förgun á áfengi tekur mið af eiginleikum alkóhóls,“ segir Ólöf Vilbergsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá borginni. Alkóhólið eða etanólið í áfengi sé lífrænt leysiefni og samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp megi ekki hella lífrænum leysiefnum í skólpleiðslur.

Í samræmi við þetta hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki hellt niður landa sem hún tekur í ólöglegum bruggverksmiðjum heldur er farið með landann til eyðingar.

Rétt er að ítreka að þessar reglur eiga aðeins við ef verið er að farga áfengi í miklu magni og engar reglur eru til sem banna mönnum að hella sterku áfengi úr hálftómum glösum beint í eldhúsvaskinn, svo dæmi sé nefnt.

164.000 lítrar á ári

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert